Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 160 svör fundust

Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?

Margir kannast eflaust við að hafa verið spurðir að því á hvaða tungumáli þeir hugsi og oftar en ekki nefna menn þá móðurmálið. En er það rétt? Heimspekingar og sálfræðingar hafa viðurkennt að hugsun geti verið óháð tungumálinu og að hún geti til að mynda verið sjónræn. Tvítyngdur einstaklingur getur til dæmis ...

Nánar

Er löglegt að framleiða djarfar fullorðinsmyndir á Íslandi?

Svarið við þessari spurningu veltur nokkuð á því hvað átt er við með djarfar fullorðinsmyndir. Samkvæmt 210. gr. hegningarlaga 19/1940 með síðari breytingum er refsivert að búa til, selja, útbýta og dreifa klámmyndum. 210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæt...

Nánar

Hvað merkir táknið XP?

Íslenskar kirkjur eru almennt frekar snauðar af myndlist og trúartáknum. Þó má í mörgum þeirra sjá táknið í ýmsum útfærslum. Oft birtist það þá með alfa (Α) og ómega (Ω), fyrsta og síðasta bókstaf gríska stafrófsins sem algengt er að nota sem tákn fyrir upphaf og endi. Táknið sem um er rætt kallast oft c...

Nánar

Hver er skilgreiningin á epík, lýrik og dramatík?

Epík, lýrik og dramatík eru þrjár höfuðgreinar bókmennta. Hugtökin eru öll komin úr grísku. Hér verður einkum fjallað um upphaflega merkingu orðanna og tengsl hennar við síðari tíma, en auk þess hafa sum þeirra bætt við sig nýrri merkingu. Epík er dregið af gríska orðinu epos en frummerking þess er "það sem sag...

Nánar

Hvað er fjörulalli?

Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...

Nánar

Hvað er tími?

Öll þekkjum við tímann og notum hann á einn eða annan hátt. Við nýtum hann vel eða sóum honum (jafnvel drepum hann!), mælum hann með töluverðri nákvæmni og vísum til þessara mælinga með reglulegu millibili, og eftirsóknarvert þykir að hafa nóg af honum. Þrátt fyrir þetta lendum við gjarnan í ýmsum flækjum þegar vi...

Nánar

Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?

Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum. Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:goðakvæðihetjukvæðiGoðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru su...

Nánar

Hvað er tónlist?

Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...

Nánar

Hver var Sturla Þórðarson og hvað gerði hann merkilegt?

Sturlugata liggur um lóð Háskóla Íslands. Hún er kennd við Sturlu Þórðarson (1214-1284), sagnaritara, skáld og lögmann. Helstu heimildir um hann er að finna í þeim hluta Sturlungu-samsteypunnar, sem kallast Íslendinga saga og hann sjálfur mun hafa sett saman, Þorgils sögu skarða og í Sturlu þætti sem fylgir á efti...

Nánar

Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga. Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá ...

Nánar

Hvenær og hvernig myndaðist fjallið Þorbjörn við Grindavík?

Fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur er úr móbergi að mestu, og er því myndað við gos undir jökli ísaldarinnar. Á jarðfræðikorti ÍSOR, sem aðgengilegt er á vefnum (Jarðfræðikort ÍSOR), stendur „Móberg frá eldri jökulskeiðum Bruhnes", en Bruhnes-segulskeiðið hófst fyrir um það bil 780 þúsund árum og stendur enn....

Nánar

Hvernig getum við vitað að verið sé að dæma réttan mann?

Lögreglan framkvæmir ítarlega rannsókn og aflar svokallaðra sönnunargagna. Sönnunargögn geta verið afar mismunandi eftir því um hvaða afbrot er að ræða. Ef um er að ræða líkamsárás geta blóðblettir á fötum hins grunaða gefið vísbendingu. Ef um ölvunarakstur er að ræða getur lögreglan tekið blóðprufu úr ökumanni se...

Nánar

Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu?

Já, það eru til þjóðsögur um ýsuna. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar er til dæmis að finna sögu um samskipti fjandans og ýsunnar og ber ýsan enn merki þeirra: Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti ...

Nánar

Hvar bjuggu útilegumenn og hversu lengi var mannabyggð í Laugarvatnshelli?

Um útilegumenn hefur áður verið fjallað um í svari við spurningunni Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum? Þar kemur meðal annars fram að lýsingar á verustað útilegumanna í þjóðsögum taka allar mið af lýsingu á bústað þursins Þóris í Grettis sögu. Bústaðurinn er í dal sem er hulinn af fjöllum eða j...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Aðalheiður Guðmundsdóttir stundað?

Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan íslenskra fræða og hefur hún meðal annars fengist við rannsóknir á handritum, frásagnarfræði, fornaldarsögum, riddarasögum og rímum. Doktorsrannsókn Aðalheiður fjallaði um Úlfhams ...

Nánar

Fleiri niðurstöður